Tecnica Rollerblade Microblade Free 3WD Informations Techniques page 62

Table des Matières

Publicité

Les langues disponibles
  • FR

Les langues disponibles

  • FRANÇAIS, page 27
ÁÐUR EN ÞÚ SETUR Á ÞIG ROLLERBLADE
- Kannaðu alltaf skautabúnaðinn fyrir hverja notkun.
- Hristu hvert hjól til að athuga festu öxuls.
- Athugaðu skrúfurnar/boltana sem festa hjólin til að ganga úr skugga um að þau séu hert. Ef
boltar sem festa hjólin eru lausir skal herða þá með sexkantlykli sem fylgir í kassanum. Þetta
er sérstaklega mikilvægt þegar nýlega hefur verið skipt um hjól eða þeim víxlað.
- Snúðu hjólunum til að athuga hvort legurnar leiki lausar.
- Kannaðu með slit á hjólum. Hjól sem eru mjög slitin geta minnkað heildarframmistöðu og
stjórn.
- Kannaðu slit og herslu hemlapúða. Kannaðu alla aðra íhluti hemla til að tryggja að þeir
séu öruggir og í nothæfu ástandi.
- Athugaðu hvort reimar séu slitnar og spennur lausar. Endurnýjaðu eða láttu gera við ef
þörf er á.
- Passaðu þig á lausum reimum þegar þú skautar.
- Athugaðu með skemmdir á grind (t.d. sprungin, brotin, beygð) og að hún sé örugglega
fest.
- Horfðu eftir sprungum í skelinni og járninu. Ef sprungur finnast skaltu ekki nota
skautana, heldur láta viðurkenndan söluaðila Rollerblade
- Athugun með skemmdir á grind, skel og járni er sérstaklega mikilvæg fyrir Street &
Aggressive skauta sem notaðir eru við kantskrið og aðra notkun með miklum höggum
- Vertu í íþróttasokkum. Rollerblade
þröngir eða óþægilegir.
- Fyrir besta ökklastuðning skaltu gæta þess að vera vel reimaður eða spenntur um
ökklana í upphafi.
- Vertu með ALLAN hlífðarbúnaðinn - hjálm og hlífar á úlnlið, olnboga og hné.
AÐ BYRJA
Það er mikilvægt að velja umhverfi sem hæfir getu þinni. Ef þú ert byrjandi á skautum viltu
velja slétta, flata staðsetningu (tómt bílastæði er góður staður til að byrja á) sem er
laus við rusl (t.d. sprungur í gangstétt, möl, olíu, sand, vatn, o.s.frv.), hæðir og umferð
(t.d. reiðhjól, bíla, aðra skautara og fótgangandi, o.s.frv.). Burtséð frá skautaumhverfi þínu
ættir þú að geta sýnt grundvallarfærni á skautum (hreyfa, stöðva, snúa) og vera meðvituð/
aður um staðbundnar skautareglugerðir.
Skautahlaup - Beygðu þig aðeins í hnjánum og þrýstu varlega aftari fæti aftur um leið og
þú rennir þér áfram á hinum skautanum. Færðu síðan aftari skautann fram svo hann sé jafn
fremri skautanum og endurtaktu hinum megin. Mundu að hafa hnén alltaf svolítið beygð.
Hemlun - Hallaðu þér lítillega áfram, færðu fæturna þétt saman, færðu hægri fótinn
fram (gengið út frá að hemillinn sé á hægri skautanum) fyrir vinstri fótinn, lyftu smátt
og smátt tá skautans með hemlinum og settu þrýsting á afturhluta járnsins og hemlaðu
með hælnum. Beittu meiri eða minni þrýstingi í samræmi við þann hemlunarkraft sem þarf
- Sjónræn tilsögn (1).
Að beygja - Renndu og færðu hnén saman um leið og þú hallar þér í þá átt sem þú vilt fara.
Æfðu þessa hreyfingu bæði til vinstri og hægri.
Skautunum hagrætt - Ef þú tekur eftir að fæturnir hreyfist inni í skautunum þegar þú
ert að beygja ættir þú að stilla lokunarkerfið (t.d. reimar eða spennur). Þar sem hællinn
stjórnar áttinni í hreyfingunni, er mjög mikilvægt að útrýma allri hreyfingu á þessu svæði
með því að stilla reimarnar og spennurnar yfir ristina eins og nauðsyn krefur.
60
SKAUTA
®
skautarnir ættu að passa vel án þess að vera of
®
endurnýja þá eða gera við.
®

Publicité

Table des Matières
loading

Ce manuel est également adapté pour:

Rollerblade spark 84Rollerblade microblade free 3wd girl

Table des Matières