Télécharger Imprimer la page

Outdoorchef LUGANO 570 G EVO Mode D'emploi page 199

Masquer les pouces Voir aussi pour LUGANO 570 G EVO:

Publicité

Les langues disponibles
  • FR

Les langues disponibles

  • FRANÇAIS, page 44
RÁÐ TIL AÐ NJÓTA: Með samspili STEAKHOUSE BURNER og kúlugasgrillsins býður LUGANO 570 G EVO upp á kosti beinnar, hefðbundinnar
grillunar og einstaka kosti óbeinnar grillunar í kúlugasgrillinu.
Þannig getur þú gefið matnum, t.d. stórum og litlum kjötstykkjum, kraftmikið grillbragð og fallegt grillmynstur og svo lokið við eldunina í kúlunni
á lægri hita.
Þú getur líka snöggsteikt pylsur á háum hita og klárað þær síðan í kúlunni – til að árangurinn verði fullkominn.
ELDAÐ Á HLIÐARHELLUNNI
Hliðarhellan á LUGANO 570 G EVO eykur við möguleika kúlugasgrillsins (óbein grillun) og STEAKHOUSE BURNER (bein grillun) með einni
gerð eldunar til viðbótar (suða). Möguleikarnir eru því nánast óþrjótandi og LUGANO 570 G EVO kemur í stað fullbúins eldhúss.
Hliðarhellan er tilvalin til að elda fjölbreytta forrétti, t.d. hvítlauksrækjur í ólífuolíu, til að elda meðlæti eins og grænmetisrétti eða búa til sósur
á meðan grillað er. Við mælum með OUTDOORCHEF Aroma-pönnunni sem fylgihlut, til að allir réttir heppnist fullkomlega.
Frekari upplýsingar um mikið úrval fylgihluta frá okkur er að finna á: WWW.OUTDOORCHEF.COM
ÞEGAR BÚIÐ ER AÐ GRILLA
1. Stillið gasstillihnappinn fyrir hvern brennara á
.
2. a) Skrúfið fyrir gasið á gaskútnum.
b) Slökkvið á aðalrofanum á rafmagnsboxinu.
3. Leyfið grillinu að kólna alveg og þrífið það svo.
4. Fjarlægið vindhlífina.
5. Fjarlægið pönnustykkið.
6. Setjið yfirbreiðslu yfir grillið.
ÞRIF
Aðeins þarf að hreinsa grillið lítillega eftir hverja notkun þar sem mesta fitan gufar upp eða endar í safnbakkanum. Ef grillið er mjög óhreint skal
hita það í um 10 mínútur á fullum krafti. Notið grillbursta með messinghárum (ekki stálbursta) til að hreinsa trektina og grillgrindina.
Þegar þrífa á betur skal nota BARBECUE CLEANER frá OUTDOORCHEF. Einnig er hægt að nota nælonsvamp og sápuvatn til að fjarlægja
lausar matarleifar.
MIKILVÆGT: Eftir hverja vandlega hreinsun skal láta grillið þorna almennilega (brenna) á stillingu
.
ÞRIF Á AUKAGRILLFLETI LUGANO 570 G EVO
Aðeins þarf að hreinsa grillið lítillega eftir hverja notkun þar sem mesta fitan gufar upp eða endar í safnbakkanum. Notið grillbursta með
messinghárum til að hreinsa grillgrindina og -plötuna (ekki stálbursta). Að lokum er hægt að taka safnbakkann úr og hreinsa hann með
BARBECUE-CLEANER frá OUTDOORCHEF
MIKILVÆGT: Ef hreinsiefni eru notuð við þrifin verður að láta grillið þorna vel á eftir. Til að flýta fyrir þurrkun má kveikja á grillinu og láta
það brenna í nokkrar mínútur á hæstu stillingu.
NOTKUN OUTDOORCHEF BARBECUE CLEANER
MIKILVÆGT:Ekki má vera kveikt á grillinu á meðan það er þrifið með BARBECUE CLEANER frá OUTDOORCHEF.
Notið hanska og einnig hlífðargleraugu ef mögulegt er. Úðið vel á grillið eða fylgihlutinn á meðan þau eru enn lítillega heitt og látið standa
í 15–30 mínútur. Úðið aftur á óhreina fleti, skolið svo vandlega af með vatni og látið þorna.
VARÚÐ: Ekki má nota OUTDOORCHEF BARBECUE CLEANER á pólýhúðaða fleti.
199
OUTDOORCHEF.COM

Publicité

loading

Produits Connexes pour Outdoorchef LUGANO 570 G EVO