Télécharger Imprimer la page

Outdoorchef LUGANO 570 G EVO Mode D'emploi page 189

Masquer les pouces Voir aussi pour LUGANO 570 G EVO:

Publicité

Les langues disponibles
  • FR

Les langues disponibles

  • FRANÇAIS, page 44
ÁBENDINGAR:
Hægeldun (80 – 130 gráður):
Með því að stilla grillið á 80 gráðu hita er hægt að skapa fullkomin skilyrði til þess að hægelda kjöt eða fisk við 80 gráður eða til þess að halda
mat heitum (trektin í venjulegri stöðu).
Við hitastig á bilinu 110 – 130 gráður er hægt að laga sígilda grillrétti á borð við nauta-brisket, "pulled pork" eða grísarif á fullkominn hátt
(trektin í venjulegri stöðu).
Grillað, eldað, bakað (130 – 220 gráður):
Við hitastig á bilinu 130 – 220 gráður er hægt að grilla kjöt, fisk og fleira fullkomlega jafnt (trektin í venjulegri stöðu). Þetta hitastig hentar
sérstaklega vel fyrir stór kjötstykki. Það hentar einnig mjög vel fyrir eldun eða bakstur.
Hár hiti (220 – 360 gráður):
Með hámarkshita allt að 360 gráðum er hægt að snöggsteikja og steikurnar verða pottþéttar. Auk þess hentar hámarkshitinn fullkomlega til
að grilla stökkar pítsur (trektin í venjulegri stöðu).
GAS SAFETY SYSTEM (GSS)
LUGANO 570 G EVO er búið nýstárlega gasöryggiskerfinu GAS SAFETY SYSTEM (GSS) sem býður upp á eftirfarandi eiginleika:
FLAME GUARD
FLAME GUARD er lokað kerfi sem samanstendur af kveikju og loga. Þegar skrúfað er frá gasinu og kveikjunni er beitt kviknar á loganum í kerfinu.
FLAME GUARD ver logann fyrir áhrifum veðurs, eins og vindhviðum, og sér til þess að alltaf kvikni aftur á brennurunum af sjálfu sér ef slokkna
skyldi á þeim*. Logandi brennararnir virka þannig áreiðanlega við mismunandi veðurskilyrði (t.d. í vindi).
Kostirnir:
Logandi brennararnir eru vel varðir fyrir veðri og vindum.
Hægt er að grilla við lágt hitastig frá 80 gráðum, líka í vindi.
Komið er í veg fyrir að gas leki út án þess að brenna.
* MIKILVÆGT: Það er ekki alveg öruggt að ekki slokkni á brennurunum við erfið veðurskilyrði. Þegar grillað er með gasi verður að gæta þess að
skilja grillið aldrei eftir án eftirlits. Allar prófanir voru framkvæmdar við skilyrði á rannsóknarstofu.
SAFETY LIGHT
Logandi öryggiseiginleiki.
SAFETY LIGHT er öryggisljós á LUGANO 570 G EVO-grillinu sem kviknar á þegar gasstillihnappinum er snúið úr stöðu
og þannig opnað fyrir gasstreymið.
Ljóshringurinn utan um gasstillihnappinn gefur skýrt til kynna hvort skrúfað hefur verið frá gasinu fyrir einn eða fleiri brennara, jafnvel þótt staðið
sé í einhverri fjarlægð frá grillinu.
SAFETY LIGHT-öryggisljósið fær straum úr hleðslurafhlöðunum fjórum sem fylgja með. Þegar hleðslan á rafhlöðunum er komin niður í u.þ.b. 20%
byrjar SAFETY LIGHT-ljósið að blikka og gefur þannig til kynna að bráðlega slokkni á SAFETY LIGHT-ljósinu séu rafhlöðurnar ekki hlaðnar.
Hægt er að stilla gasið jafnvel þótt hleðslurafhlöðurnar séu tómar.
Í LUGANO 570 G EVO er innbyggt hleðslutæki fyrir hleðslurafhlöður (sjá kaflann RAFMAGNSBOX OG RAFKVEIKIBOX).
189
OUTDOORCHEF.COM
rangsælis í áttina

Publicité

loading

Produits Connexes pour Outdoorchef LUGANO 570 G EVO