Outdoorchef DUALCHEF 315 G Mode D'emploi page 160

Masquer les pouces Voir aussi pour DUALCHEF 315 G:
Table des Matières

Publicité

Les langues disponibles
  • FR

Les langues disponibles

  • FRANÇAIS, page 36
VIÐHALD Á DGS
TWIN BURNER­BRENNURUNUM
®
Skordýr geta stíflað brennarana. Við það geta afköst grillsins minnkað auk þess sem hætta er á að eldur komist í gaslögnina.
Skoða verður brennarana og hreinsa þá reglulega á eftirfarandi hátt:
1
1. Takið fyrst grillgrindurnar og DGS
2a. Fjarlægið því næst festiklemmur brennarafestingarinnar.
2b. Fjarlægið svo efri brennarafestinguna.
2c. Takið brennarana síðan upp úr grillinu.
3. Hreinsið úr brennaranum með mjóum flöskubursta eða vír.
4. Að þrifunum loknum eru íhlutirnir settir aftur í grillið í öfugri röð og teknir aftur í notkun samkvæmt leiðbeiningunum í „KVEIKT Á
AÐALBRENNURUM".
MIKILVÆGT: Ef hreinsiefni eru notuð við þrifin verður að láta grillið þorna vel á eftir. Til að flýta fyrir þurrkun má kveikja á grillinu og láta það
ganga í nokkrar mínútur með lokið uppi á stillingunni
VIÐHALD
Sinna þarf viðhaldi DUALCHEF-grillsins reglulega til þess að tryggja að það virki rétt. Yfirfara skal alla hluta sem leiða gas að minnsta kosti
tvisvar á ári og þegar grillið hefur verið lengi í geymslu. Kóngulær og önnur skordýr geta valdið stíflum sem verður að lagfæra fyrir notkun. Ef
grillið er oft dregið yfir ójöfnur skal kanna af og til hvort allar skrúfur eru fastar.
Ef grillið er ekki notað í lengri tíma skal framkvæma LEKAPRÓFUN áður en það er tekið í notkun á ný. Ef spurningar vakna skal snúa sér til
umboðsaðila gassins eða sölustaðar.
Til að forðast skemmdir vegna tæringar skal smyrja alla málmhluta með olíu áður en grillið er sett í geymslu í lengri tíma. Eftir langan geymslutíma
og a.m.k. einu sinni á grilltímabilinu skal athuga gasslönguna með tilliti til sprungna, brota og annarra skemmda. Ef gasslangan er skemmd verður
strax að skipta um hana samkvæmt leiðbeiningunum í kaflanum ÖRYGGISUPPLÝSINGAR.
Til að lengja líftíma grillsins eins og hægt er skal hlífa því fyrir umhverfisáhrifum með hentugri yfirbreiðslu frá OUTDOORCHEF sem sett er á eftir
að grillið hefur kólnað að fullu. Til að koma í veg fyrir raka skal fjarlægja yfirbreiðsluna eftir rigningu. Yfirbreiðslur fást hjá söluaðilum.
GERT VIÐ BILUN
Það kviknar ekki á brennaranum:
Athugið hvort skrúfað hefur verið frá gasinu á kútnum.
Gangið úr skugga um að nóg gas sé á kútnum.
Athugið hvort neistar frá rafskautinu hlaupa yfir í brennarann.
VARÚÐ: Þegar þetta er athugað verður að vera skrúfað fyrir gasið á kútnum!
Enginn neisti:
Gangið úr skugga um að rafhlöðurnar hafi verið settar rétt í og séu hlaðnar.
Bilið milli brennara og rafskauts má ekki vera meira en 4–6 mm.
Athugið hvort snúrur í rafkveikju og rafskauti eru vel festar.
Setjið tvær nýjar rafhlöður (af gerðinni AAA, 1,5 V) í rafkveikjuna.
Ef ekki tekst að koma grillinu í gang með þessum úrræðum skal hafa samband við sölustað.
2a
PROTECTION BARS-bragðburstirnar úr DUALCHEF-grillinu.
®
.
OUTDOORCHEF.COM
2b
160
2c

Publicité

Table des Matières
loading

Table des Matières