Outdoorchef DUALCHEF 315 G Mode D'emploi page 159

Masquer les pouces Voir aussi pour DUALCHEF 315 G:
Table des Matières

Publicité

Les langues disponibles
  • FR

Les langues disponibles

  • FRANÇAIS, page 36
ÞEGAR BÚIÐ ER AÐ GRILLA
1. Stillið gasstillihnappinn fyrir hvern brennara á
.
2. Skrúfið fyrir gasið á gaskútnum.
3. Slökkvið á aðalrofanum á rafmagnsboxinu.
4. Leyfið grillinu að kólna alveg og þrífið það svo.
5. Setjið yfirbreiðslu yfir grillið.
VARÚÐ: Leyfið DUALCHEF-grillinu að kólna alveg áður en það er fært úr stað. Á gerðunum DUALCHEF S 325 G og DUALCHEF S 425 G
getur halógenlýsingin í grillinu orðið fyrir skemmdum ef hún verður fyrir miklum titringi þegar hún er heit.
VARÚÐ: Fitubakkinn verður að vera kaldur þegar hann er tekinn úr til að tæma hann og þrífa. Hætta er á að brenna sig á heitri fitu í bakkanum.
Nota verður meðfylgjandi handfang til að taka fitubakkann úr grillinu!
ÞRIF
Aðeins þarf að hreinsa grillið lítillega eftir hverja notkun þar sem mesta fitan gufar upp eða endar í fitubakkanum. Notið grillbursta með
messinghárum til að hreinsa grillgrindina (ekki stálbursta).
Þegar þrífa á grillið betur skal nota OUTDOORCHEF BARBECUE CLEANER. Einnig er hægt að nota nælonsvamp og sápuvatn til að fjarlægja
lausar matarleifar. Að lokum er hægt að taka safnbakkann úr, tæma hann og hreinsa með OUTDOORCHEF BARBECUE CLEANER. Hluti úr
ryðfríu stáli má hreinsa með venjulegu hreinsiefni fyrir ryðfrítt stál eða með bónsvampi sem fæst í byggingavöruverslunum.
RÁÐLEGGING: Hreinsa skal DGS
HEAT DIFFUSER-hitadreifarann og DGS
PROTECTION BARS-bragðburstirnar eftir hverja notkun til að
®
®
fjarlægja skán og koma í veg fyrir að það kvikni í fitu.
NOTKUN OUTDOORCHEF BARBECUE CLEANER
MIKILVÆGT: Ekki má vera kveikt á grillinu meðan það er þrifið með OUTDOORCHEF BARBECUE CLEANER.
Notið helst hanska og hlífðargleraugu ef mögulegt er. Úðið vel á grillið eða aukabúnaðinn meðan það er enn lítillega heitt og látið standa í 15–30
mínútur. Úðið aftur á óhreina fleti, skolið svo vandlega af með vatni og látið þorna.
VARÚÐ: Ekki má nota OUTDOORCHEF BARBECUE CLEANER. á pólýhúðaða fleti.
NOTKUN OUTDOORCHEF CHEF CLEANER
MIKILVÆGT: Ekki má vera kveikt á grillinu meðan það er þrifið með OUTDOORCHEF CHEF-CLEANER.
Klæðist hönskum og gleraugum sem hlífðarbúnaði. Úðið á grillið eða fylgihlutina á meðan þau eru enn heit og látið vinna í 10 mínútur, þar til froðan
er horfin.
Þrífið því næst, eftir þörfum, með hentugum grillbursta eða nælonsvampi. Skolið síðan vandlega með vatni og þerrið.
VARÚÐ: Hentar ekki á viðar-, plast- né dufthúðaða og lakkaða fleti.
159
OUTDOORCHEF.COM

Publicité

Table des Matières
loading

Table des Matières