Hällde VCB-61 Mode D'emploi page 21

Masquer les pouces Voir aussi pour VCB-61:
Table des Matières

Publicité

Les langues disponibles
  • FR

Les langues disponibles

  • FRANÇAIS, page 17
NOTKUNARLEIÐ -
BEININGAR
HALLDE
VCB - 61/62
( IS )
VARÚÐ:
Aðeins löggiltum fagmönnum er heimilt að
tengja VCB-62.
Varist að skera ykkur á beittum hnífum og
lausum vélarhlutum.
Lyftið alltaf vélinni upp á báðum hand-
föngum á hliðum vélarhússins en aldrei á
öryggisarminum.
Setjið aldrei hendurnar eða fingurna ofan í
skálina eða matarapípuna á lokinu.
Gangið úr skuga um að þéttihringurinn sé
fastur í raufinni innan á lokinu eins og sýnt
er á myndinni meðan tækið er í notkun.
Gangið úr skugga um að tappinn sé alltaf
festur við lokið og sé þrýst á réttan hátt eins
langt og hann kemst ofan í matarapípuna.
Slökkvið alltaf á vélinni með því að snúa
takkanum í stöðu „O" og taka hana úr
sambandi eða slökkva á straumrofanum
áður en vélin er þrifin.
Aðeins löggiltum fagmönnum er heimilt að
gera við vélina og opna vélarhúsið.
UMBÚÐIR FJARLÆGÐAR
Gætið þess að allir hlutar fylgi vélinni, að vélin
sé í lagi og að ekkert hafi skemmst í flutningi.
Athugasemdir verða að hafa borist seljanda
innan átta daga.
UPPSETNING
Fjarlægið hnífinn úr skálinni fyrir uppsetningu.
Tengið vélina við rafmagn í samræmi við
upplýsingarnar á kenniplötunni aftan á vélinni.
Komið vélinni fyrir á traustum bekk eða borði
sem er 650-900 mm hátt.
KANNIÐ ÁVALLT FYRIR
NOTKUN
Þegar skálinni, lokinu og hnífnum hefur verið
komið fyrir, gætið þess að öxullinn hætti að
snúast innan 4 sekúndna eftir að öryggisar-
minum hefur verið snúið frá miðju loksins.
Prófið þetta á hámarkshraða.
Gangið úr skugga um að vélin fari ekki í gang
þegar skálin, hnífurinn og lokið hafa verið
fjarlægð og öryggisarmurinn er yfir öxlinum í
miðri vélinni.
Takið vélina úr sambandi eða slökkvið á
straumrofa og gangið síðan úr skugga um að
rafmagnssnúran sé heil og ósprungin.
HALLDE • User Instructions
Ef rafmagnssnúran er ekki heil eða sprungur
eru í henni eða einhverjum af fyrrnefndum
öryggisþáttum er ábótavant ber að kalla til
löggiltan rafvirkja til að laga gallann áður en
vélin er tekin aftur í notkun.
Gangið úr skugga um að allar skrúfur og boltar
séu kirfilega fastir.
Gangið úr skugga um að hnífarnir sé heilir
og bíti vel.
VINNSLUGERÐIR
Sker, malar og blandar saman kjöthakk,
kryddsmjör, salatsósu, eftirrétti, mauk, kæfu
o.s.frv. Vinnur kjöt, fisk, ávexti, grænmeti,
lauk, steinselju, hnetur, parmesanost, sveppi,
súkkulaði o.s.frv.
NOTENDUR
Veitingastaðir, verslunareldhús, mötuneyti,
bakarí, elliheimili, skólar, skyndibitastaðir,
veisluþjónustur, dagheimili, salatbarir, pítsus-
taðir, skip, iðnaðareldhús o.s.frv.
VINNSLUGETA
Það magn og bitastærð sem unnt er að vinna
í einu og vinnslutíminn er mismunandi eftir
þéttleika hráefnisins og þeim árangri sem
stefnt er að.
Jafn og góður árangur fæst með því að hluta
hráefni eins og kjöt og fisk fyrst í nokkurn
veginn jafnstóra bita, ekki stærri en 4x4x4 sm.
Í eftirfarandi lista er gefið upp hámarksmagn
hráefnis sem ráðlagt er að vinna með í einu.
• Kjöt: 2 kíló
• Fiskur: 2 kíló
• Kryddsmjör: 2 kíló
• Súpa, sósa, dressing o.s.frv.: 4,5 kíló
• Steinselja: 1,5 lítrar
SKAFAN
Hafið sköfuna alltaf á þegar vélin er notuð þar
sem sköfublöðin fjögur hægja á snúningi þess
sem er í skálinni og beina því inn að miðju/
skurðarhluta hennar.
Með því að færa sköfuhandfangið fram og
aftur er auðveldlega hægt að skafa lok og
hliðar skálarinnar og láta matinn færast inn í
skurðarhluta hennar meðan vélin er í gangi.
SAMSETNING
Setjið skálina ofan á vélina þannig að annar
tveggja stýripinna skálarinnar falli inn í gróp
efst og framan á vélinni.
Setjið hnífinn á öxulinn og þrýstið honum alla
leið niður. Athugið! Hnífurinn má ekki vera á
við öryggisskoðun heldur aðeins við vinnslu.
Festið þéttingarhringinn í raufinni innan á
lokinu.
Setjið tappann rétt inn í mötunargatið á lokinu
og gætið þess að tappinn standi ekki út úr
neðan á lokinu.
Grípið um miðju sköfuhringsins með vinstri
hendi og matarapípuna á lokinu með hægri
hendi þegar þið setjið lokið á sköfuhringinn.
Grípið um sköfuhandfangið með hægri hendi
og þrýstið miðju sköfuhandfanginu niður í miðju
loksins eins langt og hægt er.
Þrýstið saman sköfuhringnum og sköfuhand-
fanginu meðan þið snúið sköfuhandfanginu
réttsælis eins langt og hægt er svo hlutarnir
festist saman.
Setjið lokið/sköfuna á skálina þannig að
handfang loksins sé beint fyrir ofan handfang
skálarinnar.
Færið öryggisarminn þannig að hann sé fyrir
ofan miðju loksins.
LOSUN
Færið öryggisarminn eins langt aftur og hægt
er.
Fjarlægið lokið/sköfuna og snúið sköfuhand-
fanginu þannig að það hylji matarapípuna á
lokinu.
Þrýstið saman sköfuhringnum og sköfuhand-
fanginu um leið og þið snúið sköfuhandfanginu
rangsælis eins langt og hægt er til aðskilja
hlutana.
Fjarlægið hnífinn og skálina.
NOTKUN HRAÐASTILLIS
Þegar hraðastillirinn er í stöðu „O" er slökkt
á vélinni. Í stöðunni „I" vinnur vélin stöðugt
á litlum hraða og í stöðunni „II" (eingöngu
VCB-62) stöðugt á miklum hraða. Í stöðunni
„P" (pulse) vinnur vélin á litlum hraða á meðan
takkanum er haldið í þeirri stöðu.
Hraðinn sem á að nota fer eftir tegund matar
sem á að vinna, gæðum hans og þeim árangri
sem stefnt er að.
Yfirleitt ætti að hefja vinnslu með því að beita
„P" stillingunni nokkrum sinnum í stutta stund.
Krefjist maturinn lengri vinnslutíma skal skipta
yfir í stöðuna „I". Ef það dugar ekki til skal skipta
yfir í stöðuna „II" (eingöngu VCB-62).
ÞRIF
Lesið allar leiðbeiningar áður vélin er þrifin.
FYRIR ÞRIF Slökkvið ávallt á vélinni og takið
hana úr sambandi eða, ef það er engin kló,
slökkvið á straumrofanum. Fjarlægið alla hluta
sem má fjarlægja og á að þrífa.
HLUTAR SEM MÁ FJARLÆGJA Alla hluta sem
má fjarlægja má setja í uppþvottavél. Notið
alltaf uppþvottalög þegar hlutar eru þvegnir
með höndunum. Gættið ykkar á beittum hnífum
í hnífhöfðinu!
VÉL: Strjúkið af vélinni með rökum klút og
þurrkið hana svo
21

Publicité

Table des Matières
loading

Ce manuel est également adapté pour:

Vcb-62Vcb-62-3ph

Table des Matières