3M Versaflo TR-802E Notice D'utilisation page 55

Table des Matières

Publicité

Les langues disponibles
  • FR

Les langues disponibles

  • FRANÇAIS, page 11
GEYMSLA OG FLUTNINGUR
^ Tryggið að síur og rafhlöður séu geymdar í samræmi við leiðbeiningarnar
hér að neðan. Þessar vörur ætti að geyma í eigin umbúðum við þurr og hrein
skilyrði, fjarri sólarljósi, háum hita, bensíni og leysiefnagufum. Geymist ekki
við hitastig sem fer umfram -30°C til +50°C eða þar sem rakastig er hærra
en 90%. Ef varan er geymd til lengri tíma áður en hún er notuð er mælt með
að hún sé geymd við 4°C til 35°C. Ef loftdælan og sían eru geymd við
uppgefin geymsluskilyrði (fyrir notkun) er áætlaður endingartími þeirra 5 ár frá
framleiðsludegi. Ef geyma á loftdæluna til lengri tíma skal láta hana ganga í
a.m.k. 5 mínútur einu sinni á ári. Fjarlægja skal rafhlöðuna úr loftdælunni ef
hana á að geyma í lengri tíma. Ákjósanlegur geymsluhiti fyrir rafhlöður er 15
°C. Áætlaður endingartími rafhlöðunnar (fyrir notkun) er 6 mánuðir frá
framleiðsludegi. Upprunalegar umbúðir henta til flutninga á vörunni um öll
Evrópusambandsríkin.
MERKINGAR Á BÚNAÐI
Upplýsingar um merkingar á höfuðstykkinu eru í notendaleiðbeiningum með
höfuðstykki.
Upplýsingar um merkingar á síum eru í notendaleiðbeiningum fyrir síur.
TR-802E loftdæla er merkt með EN 12941.
TR-802E loftdælan er einnig merkt sem hér segir:
EN60079-11
I M1 Ex ia I Ma
II 1 G Ex ia IIB T4 Ga
DEMKO 17 ATEX 1911
TR-802E loftdælan er merkt með framleiðsluári á sniðinu ÁÁÁÁ.
Rafhlaðan sem nota skal með loftdælunni er merkt EN12941 og með
framleiðsludegi á sniðinu ÁÁÁÁ-VV.
Öðrum viðvörunarmerkingum er lýst hér að neðan:
Tákn
Skilgreining
Brennið ekki
Kremjið ekki
+
Fjarlægið ekki eða skiptið út á hættulegum stað
+
Opnið ekki rafhlöðupakkann
+
Hámarkslofthiti: 60 °C
60ºC
+
Li-ion hleðslurafhlaða
LI-Ion
Hlaðið eingöngu með TR-640 hleðslutæki
TR-640 Only
Hitasvið við hleðslu
32º-104ºF (0º- 40ºC)
TÆKNILÝSING
(Nema annað sé tekið fram í sérleiðbeiningunum)
Öndunarhlífar
EN12941
Nafngildi og úthlutaðir varnarþættir: upplýsingar eru í notendaleiðbeiningum
með höfuðstykki
Eiginleikar úttaksstreymis
Lágmarksgildi framleiðanda fyrir hönnunargerð (MMDF) 170 l/mín
Hefðbundið flæði – nafngildi 190 l/mín
Miðlungsflæði – nafngildi 205 l/mín
Mikið flæði – nafngildi 220 l/mín
Notkunarhæðarsvið
-100 m til 5000 m
Rafhlöðulýsing
10,96 Vdc 4,0Ah, 44 Wh Li-ion hleðslurafhlaða
Lágmarks rafhlöðuending (klukkustundir)*
Venjulegt flæði
Miðlungsflæði
* Áætluð kerfisending út frá prófunum með nýrri rafhlöðu og nýrri, hreinni síu
við 20°C. Raunveruleg kerfisending kann að vera lengri eða styttri, allt eftir
uppsetningu kerfisins og umhverfi.
** Til að auka endingu rafhlöðuhleðslunnar þegar stillt er á mikið loftflæði, í
sumum samsetningum höfuðstykkis og síu, stillir loftdælan sig sjálfkrafa á
miðlungsloftflæði. Ef þetta gerist hefur rafhlaðan 4 klukkustunda hleðslu.
Notandinn getur hnekkt þessari stillingu með því að ýta á hnappinn sem
stjórnar loftflæðinu til að stilla loftflæðið aftur á mikið flæði. Viðvörun fyrir litla
hleðslu á rafhlöðu og lítið loftflæði virkar alltaf eins og lýst er í þessum
notendaleiðbeiningum. Þegar önnur hvor viðvörunin hljómar verða notendur
tafarlaust að fara út af mengaða svæðinu.
Hleðslutími
Minna en < 3,5 klukkustundir
Notkunarskilyrði
-5 °C til + 55°C
Þyngd (ásamt rafhlöðu en ekki með belti eða síum)
TR-802E = 1360 g
Inntaksvarnarflokkun
IP54 ( 5= rykvarið, 4= vatnsúði úr öllum áttum) þegar síuhlíf er notuð.
IP67 með hreinsitöppum (6 = rykþétt, 7= sökkt tímabundið niður á allt að 1m
dýpi)
Flokkun til notkunar á sprengihættustöðum
DEMKO 17 ATEX 1911 – vottunarnúmer
Námugröftur þar sem eldfimt námugas kann að vera til staðar (hópur I)
EN 60079-11 Ex ia I Ma
ia – sjálftrygg útfærsla fyrir verndarstig búnaðar Ma
Andrúmsloft þar sem ekkert námugas er til staðar (hópur II)
EN 60079-11 Ex ia IIB T4 Ga
ia – sjálftrygg útfærsla fyrir verndarstig búnaðar Ga
IIB – tækjahópur fyrir gas
T4 – Hám. yfirborðshiti 135 °C (-20 °C <Ta <55 °C)
Andrúmsloft þar sem ekkert námuryk er til staðar (hópur III)
ia – sjálftrygg útfærsla fyrir verndarstig búnaðar Da
IIIC – tækjahópur fyrir ryk
135 °C – Hám. yfirborðshiti (-20 °C <Ta <55 °C)
VIÐURKENNINGAR
Öndunarhlífar
Þessar vörur eru gerðarviðurkenndar og skoðaðar árlega af BSI, Kitemark
Court, Davy Avenue, Knowlhill, Milton Keynes, MK5 8PP, Bretlandi (tilkynntur
aðili nr. 86).
Sprengihættustaðir
Þessar vörur eru gerðarviðurkenndar og skoðaðar árlega af UL International
Demko A/S, Borupvang 5A, 2750 Ballerup, Danmörku, tilkynntur aðili nr.
0539
Þessar vörur eru þar með CE-merktar í samræmi við Evrópureglugerð (ESB)
2016/425 og ATEX-tilskipun, 2014/34/ESB. Upplýsingar um gildandi löggjöf
má finna með því að skoða vottunina og samræmisyfirlýsinguna sem finna
má á www.3m.com/Respiratory/certs. Þessar vörur samræmast
Evróputilskipun um rafsegulsviðssamhæfi 2014/30/ESB
Mikið flæði
54

Publicité

Table des Matières
loading

Table des Matières