3M Peltor Lite-Com Pro II Mode D'emploi page 83

Table des Matières

Publicité

Les langues disponibles
  • FR

Les langues disponibles

  • FRANÇAIS, page 11
3M™ Peltor™ Lite-Com Pro II
Flýtileiðbeiningar
Lykill
Aðgerð
MODE
Kveikir og slekkur á Lite-Com Pro II tækinu.
Veljið á milli aðgerða í valmynd.
UP (+)
Hækkar valda aðgerð um eitt þrep.
DOWN (–)
Lækkar valda aðgerð um eitt þrep.
PTT
Sending með Lite-Com Pro II.
Forritanleg þráðlaus heyrnartól með fjarskiptabúnaði og stillingu á umhverfishlustun.
3M™ Peltor™ Lite-Com Pro II tækið tryggir örugg og skilvirk þráðlaus fjarskipti á milli tveggja eða fleiri, jafnvel í hávaðasömu umhverfi.
Tækið er algjörlega hættulaust í notkun og hefur verið vottað til notkunar í umhverfi þar sem sprengihætta er (I.S. vottað).
Lestu leiðbeiningarnar vandlega fyrir notkun og geymdu þær til að geta kynnt þér þær síðar.
EIGINLEIKAR
• Heyrnartól með innbyggðum fjarskiptabúnaði fyrir 30 rásir á 403 - 470 MHz tíðnisviðinu. Við hámarks sendiorku dregur tækið allt að
3 km utanhúss. Við litla sendiorku dregur tækið um það bil 1 km.
• Forritanleg CTCSS & DCS tónmerki gefa mörgum notendum tækifæri til þess að notfæra sér sömu rásina án þess að trufla hver
annan.
• Ending við samfellda notkun um það bil 17 klukkutímar, háð því hvernig tækið er notað.
• Viðvörun þegar rafhlaða er að tæmast.
• Tækið slekkur sjálfvirkt á sér.
• Valdar stillingar eru staðfestar með raddskilaboðum.
• Síðasta stilling vistast þegar slökkt er á tækinu.
• Forritanlegt.
Aðeins „Viðurkenndur 3M™ Peltor™ Lite-Com Pro II umboðsmaður" ætti að gera breytingar á tækinu eða sérsníða það.
Sjá www.3m.com á Netinu!
HELSTU EINKENNI (mynd H)
1.
Sérlega breið höfuðspöng (MT7H7F4010-EU-50) með leðurbólstrun svo þægilegt sé að bera tækið langan vinnudag.
2.
Sérstaklega hannaðar hjálmfestingar (MT7H7P3E4010-EU-50) með festiraufum fyrir andlitshlíf og regnskjól.
3.
Hjálmfestingar (MT7H7P3E4010-EU-50) með stoðörmum við eyrnaskálar úr ryðfríu stáli.
4.
Hálsspöng (MT7H7B4010-EU-50). Ryðfríir stálvírar með POE-bólstrun.
5.
Sjálfstæður fjaðrabúnaður úr ryðfríu fjaðurstáli sem tryggir jafnan þrýsting allt í kringum eyrun.
6.
Tveir lágir tveggja punkta festingar auðvelda einfalda hæðarstillingu.
7.
Mjúkir og breiðir þéttipúðar með svampi og vökva (PVC/PUR) með innbyggðum þrýstijöfnunarrásum svo að þeir séu sem
þægilegastir.
8.
Sveigjanlegt loftnet með lágri festingu sem gefur afar næma móttöku.
9.
Innstunga fyrir tengingu við ytri búnað, svo sem annað þráðlaust talkerfi, farsíma o.s.frv.
10.
Rafhlöður. 3M™ Peltor™ Lite-Com Pro II tækið er búið 3M™ Peltor™ ACK08 Li-Ion rafhlöðum og viðeigandi aflgjafa.
11.
Talnemi sem deyfir umhverfishljóð svo tal heyrist skýrt.
12.
Hnappaborð sem auðveldar allar stillingar.
STILLIHNAPPAR (mynd A)
1.
UP (+) Hækkar valda aðgerð um eitt þrep.
2.
ON/OFF/MODE (Θ) Kveikt og slökkt á 3M™ Peltor™ Lite-Com Pro II og gerir þér kleift að velja á milli valmyndarstillinga.
3.
DOWN (–) Lækkar valda aðgerð um eitt þrep.
4.
PTT (Push To Talk) Ýta og tala aðgerðin fyrir 3M™ Peltor™ Lite-Com Pro II talstöðina.
81

Publicité

Table des Matières
loading

Ce manuel est également adapté pour:

Mt7h7f4010-eu-50Mt7h7b4010-eu-50Mt7h7p3e4010-eu-50

Table des Matières