3M PELTOR WS LiteCom Pro III Mode D'emploi page 85

Masquer les pouces Voir aussi pour PELTOR WS LiteCom Pro III:
Table des Matières

Publicité

Les langues disponibles
  • FR

Les langues disponibles

  • FRANÇAIS, page 12
4. LEIÐBEININGAR UM NOTKUN
4.1 Að forrita heyrnartólin
Heyrnartólin eru afhent forrituð með sérstakri uppsetningu.
Hafðu vinsamlegast samband við vottaðan sölumann talstöðva
eða tæknideild 3M vegna allra spurninga um uppsetningu
heyrnartólanna, þar með talið:
• Senditíðnir/rásir
• Tungumál raddleiðbeininga
• Uppsetning valmynda
• Stillingar orkustýringar
• Stillingar talstöðvar
4.2 Að hlaða/skipta um rafhlöður
VIÐVÖRUN: Notaðu eingöngu 3M™ PELTOR™ rafhlöðu
ACK082, 3M™ PELTOR™ hleðslusnúru AL2AH og 3M™
PELTOR™ aflgjafa FR08 (eða sambærilegan SELV 5V
aflgjafa) fyrir eiginöruggar gerðir.
Notaðu eingöngu 3M™ PELTOR™ ACK081 hlaðna með 3M™
PELTOR™ AL2AI hleðslusnúru sem tengd er við 3M™
PELTOR™ FR08 fyrir eiginöruggar gerðir.
VIÐVÖRUN: Ekki má hlaða rafhlöður við hærri umhverfishita
en 45°C eða 113°F.
Það má aldrei skipta um ACK082 rafhlöðu eða hlaða hana
í mögulega sprengifimu umhverfi.
Það er bæði hægt að hlaða rafhlöðuna í heyrnartólunum
eða sjálfstætt.
Settu hleðslurafhlöðuna í rafhlöðuhólfið. Þrýstu lokunni niður.
Það slökknar sjálfkrafa á heyrnartólunum 2 klst. (sjálfgildi) eftir
að síðast var þrýst á hnapp eða það virkjað með VOX.
4.3 Kveikt/Slökkt
Þrýstu á On/Off/Mode (Á/Af/Hamur) hnappinn í tvær sekúndur
þar til raddskilaboð tilkynna að kveikt eða slökkt sé á tækinu.
4.4 Að stilla hljóðstyrk
Notaðu [+] og [–] hnappana til að stilla hljóðstyrk. Það er
sjálfgild stilling að [+] og [–] hnapparnir stýra hljóðstyrk allra
virkra hljóðgjafa, en þeir gætu verið sem hér segir: Talstöð,
Bluetooth® samskipti eða umhverfishljóð. Þegar hljóð berst um
FP3806_LiteCom_revb.indd 82
talstöð, stýra [+] og [–] hnapparnir hljóðstyrk hennar.
Sé Bluetooth® tæki tengt, stýra [+] og [–] hnapparnir afspilun
með Bluetooth®. Að öðru leyti stýra [+] og [–] hnapparnir
hljóðstyrk umhverfishljóða. Einnig er hægt að stilla viðeigandi
hljóðstyrk í valmynd.
4.5 Valmynd
Þrýstu stutt á On/Off/Mode hnappinn til að fara inn i
valmyndina. Notaðu On/Off/Mode hnappinn til að fara um
valmyndina og [+] og [–] hnappana til að aðlaga viðeigandi
stillingu.
Eftirfarandi möguleika er að finna í valmynd:
• Channel (Rás)
Skrá yfir allar forritaðar rásir heyrnartólanna, allt að 70.
• Radio volume (Hljóðstyrkur viðtækis)
Stillir hljóðstyrk hljóðs inn.
(AF, 1–5)
• Surround volume (Styrkur umhverfishljóða)
Styrkstýring hljóða og stýring umhverfishljóða notar ytri
hljóðnema til að skynja styrkstig umhverfishljóða. Allur
hljóðstyrkur fram yfir 82 dB verður takmarkaður með
styrkstýringartækni í heyrnartólunum við að hámarki 82 dB.
(AF, 1–5)
• Bluetooth® radio volume (Bluetooth® hljóðstyrkur
viðtækis)
Stillir hljóðstyrk talstöðvar sem tengd er með Bluetooth
• Bluetooth® pairing (Bluetooth® pörun)
Þrýstu á [+] hnappinn til að stilla heyrnartólin á pörunarham.
Þrýstu á [–] hnappinn til að fara úr pörunarham.
• Battery status (Staða rafhlöðu)
Hægt er að mæla stöðu rafhlöðu og upplýsingarnar eru lesnar
fyrir notandann. Þrýstu á [+] hnappinn til að endurtaka
upplýsingarnar.
• Language (Tungumál)
Stillir skilaboðaröddina á öll þau tungumál sem í boði eru.
• Sub channel/Color code (Lágtíðnitónar/Litakóði)
(ef virkjað)
Stillir undirrás flaumrænnar rásar í samræmi við skrár (F) og
(G), sé möguleikinn virkur, 0 – 121. Stillir litakóða stafrænnar
rásar, 0 – 15.
• Output power (Styrkur út) (ef virkjað)
Styrkstillingin stýrir styrk senditækis í talstöð. Þrjár
styrkstillingar eru í boði: Lágt, í meðallagi og hátt. Lága
stillingin minnkar samskiptadrægni en eykur endingartíma
rafhlöðunnar.
• Reset (Endursetja)
Þrýstu á [+] hnappinn í 2 sekúndur til að endursetja
verksmiðjustillingu heyrnartólanna.
GOTT RÁÐ: Þegar farið er í gegnum lista yfir t.d. rás og
undirrás, er þrýst á [+] eða [–] hnappinn til að hoppa yfir
tíu hluti í senn.
GOTT RÁÐ: Heyrnartólin fara sjálfkrafa út úr valmyndinni eftir
10 sekúndur. Eða að hægt er að þrýsta á og halda niðri [+] og
[–] hnöppunum samtímis í tvær sekúndur. Hljóðmerki staðfestir
að farið hafi verið úr valmynd.
82
IS
, 1 – 5.
®
2017-06-01 14:18:55

Publicité

Table des Matières
loading

Table des Matières