Télécharger Imprimer la page

Ottobock 17AO100 Instructions D'utilisation page 99

Publicité

Les langues disponibles
  • FR

Les langues disponibles

  • FRANÇAIS, page 21
ÁBENDING
Yfirálag á íhlutum vörunnar vegna hita
Tap á virkni vegna rangrar varmameðferðar
► Áður en varmameðferð er framkvæmd skal fjarlægja alla íhluti sem eru
viðkvæmir fyrir hita (t.d. plasthluti).
ÁBENDING
Útsetning vörunnar fyrir óhentugum umhverfisaðstæðum
Skemmdir, stökkleiki eða eyðilegging vegna rangrar meðhöndlunar
► Forðist að geyma vöruna á stað þar sem raki safnast saman.
► Forðist snertingu við slípandi efni (t.d. sand, ryk).
► Látið vöruna ekki vera í minni hita en -10 °C eða hærri hita en +40 °C
(t.d. í gufubaði, gífurlegu sólarljósi, eða setja á ofn til þerris).
5 Undirbúningur fyrir notkun
Íhlutir ökklaliðsins eru settir saman fyrir afhendingu. Íhlutina er hægt að taka í
sundur til að aðlaga liðinn að sjúklingnum. Liðssamstæðan er útfærð fyrir
hægri hlið. Ef þess er þörf skal breyta stöðum „stillanlegrar stöðvunar" og
„stöðvunarbúnaðar þjappfjaðrar" en einnig ístaðsins (sjá mynd 1).
5.1 Vinnsla
Forkröfur: Gifsmótið fyrir sjúklinginn hefur þegar verið búið til.
Beyging plötupinnans
Til að forðast að búnaðurinn brotni skal ekki beygja eða breyta
ísetningarsvæðinu sem er merkt á pinnann. Leyfilegt beygingarsvæði
pinnans hefst þar sem raufin er (sjá mynd 1, hlutur 16, hakað svæði).
1) Festið beygjujárnin í skrúfstykki.
2) Beygið pinnann með beygjujárnunum og fylgið leyfilegu beygingarsvæði.
Beyging ístaðsins
Til að forðast að ístaðið brotni skal ekki beygja það eða breyta upp að
keilulaga svæðinu. Leyfilegt beygingjarsvæði ístaðsins hefst þar sem ístaðið
verður keilulaga (sjá mynd 1, hlutur 8, hakað svæði).
1) Festið beygjujárnin í skrúfstykki.
2) Beygið ístaðið með beygjujárni þaðan sem keilulaga svæðið hefst.
99

Publicité

loading