ALPHA-TOOLS A-SD4,8 V Mode D'emploi D'origine page 70

Table des Matières

Publicité

Les langues disponibles
  • FR

Les langues disponibles

  • FRANÇAIS, page 13
Anleitung_A_SD_4_8_SPK7:_
ISL
7.2 Höfuðrofi og stilling snúningshraða (mynd 3 /
staða 2)
Hægt er að skipta í milli réttsælis snúnings og rangsælis
snúnings. Til þess að koma í veg fyrir skemmdir á drifi
tækisins er einungis leyfilegt að skipta um snúningsátt
þess á meðan að tækið er í kyrrstöðu.
7.3 LED-ljós (mynd 1 / staða 5)
LED-ljósið (5) gerir notanda kleift að lýsa upp
skrúfustaðinn ef að lýsing er ekki nægilega góð. Rennið
rofanum frammávið (6) til þess að kveikja á ljósinu og
dragið hann aftur til baka til þess að slökkva á því.
7.4 Skipt um bita (mynd 5)
Varúð! Stingið bita (A) inn í patrónuna (1). Dragið bitann
(A) út úr patrónunni (1) til þess að fjarlægja hann.
7.5 Skrúfað:
Notið ef hægt er skrúfur með sjálfmiðjun (til dæmis Torx,
stjörnuskrúfur) sem stuðla að meira vinnuöruggi. Gangið
úr skugga um að ísettur biti passi í þá skrúfu sem skrúfa
á.
7.6 Hleðsluástandsmælir (mynd 4 / staða 7)
Þrýstið á rofann fyrir hleðsluástandsmælinn (a).
Hleðsluástandsmælirinn (7) sýnir nú hleðsluástand
hleðslurafhlöðunnar með 3 LED-ljósum.
Öll LED-ljósin loga:
Hleðslurafhlaðan er full hlaðin.
Gult og rautt LED-ljós loga:
Hleðslurafhlaðan er nægjanlega vel hlaðin.
Rautt LED-ljós:
Hleðslurafhlaðan er tóm, hlaðið hana.
8. Hreinsun, viðhald og pöntun á
varahlutum
Áður en tækið er hreinsað skal taka það úr sambandi.
8.1 Hreinsun
Haldið öryggisbúnaði, loftopum og mótorhlífinni
eins rykfríum og lausum við óhreinindi og kostur
er. Þurrkið af tækinu með hreinum klút eða blásið
af því með þrýstilofti við lágan þrýsting.
Mælt er með því að tækið sé hreinsað eftir hverja
notkun.
Hreinsið tækið reglulega með rökum klút og dálítilli
sápu. Notið ekki hreinsi- eða leysiefni þar sem þau
geta skemmt plasthluta tækisins. Gætið þess að
vatn berist ekki inn í tækið.
70
17.08.2011
10:44 Uhr
Seite 70
8.2 Kolburstar
Ef neistaflug er mikið skal láta rafvirkja yfirfara
kolbursta.
Athugið! Aðeins rafvirkjar mega skipta um kolbursta.
8.3 Viðhald
Í tækinu eru ekki fleiri hlutir sem þarfnast viðhalds.
8.4 Pöntun varahluta
Þegar varahlutir eru pantaðir þarf eftirfarandi að
koma fram:
Tegund tækis
Vörunúmer tækis
Auðkennisnúmer tækis
Númer varahlutarins sem á að panta
Nýjustu upplýsingar um verð og fleira er að finna á
www.isc-gmbh.info
9. Geymsla
Geymið tækið og aukahluti þess á dimmum, þurrum og
frostlausum stað þar sem að börn ná ekki til. Kjörhitastig
geymslu er á milli 5 og 30 ˚C. Geymið rafmagnsverkfæri í
upprunalegum umbúðum.
10. Förgun og endurnýting
Tækið er í umbúðum til að koma í veg fyrir að það verði
fyrir hnjaski við flutninga. Umbúðirnar eru úr
endurvinnanlegu efni og því má endurnýta þær.
Tækið og fylgihlutir þess eru úr mismunandi efni, t.d.
málmi og plasti. Fara skal með gallaða hluti á viðeigandi
söfnunarstaði. Leitið upplýsinga hjá söluaðila eða
stofnunum á hverjum stað!

Publicité

Table des Matières
loading

Ce manuel est également adapté pour:

45.107.09

Table des Matières