Télécharger Imprimer la page

Xylem LOWARA DOMO Mode D'emploi page 55

Publicité

AÐVÖRUN:
Meðhöndlið eininguna í samræmi við
núgildandi reglugerðir um handvirka
meðhöndlun á þungum hlutum
til að koma í veg fyrir óæskilegar
vinnuvistfræðilegar aðstæður sem valda
hættu á bakmeiðslum.
AÐVÖRUN:
Gætið þess að forðast að slasa fólk og
dýr og/eða skemma hluti við meðhöndlun
AÐVÖRUN:
Grípið til viðeigandi ráðstafana við
flutning, uppsetningu og geymslu
til að koma í veg fyrir mengun frá
utanaðkomandi efnum.
3 Tæknileg lýsing
AÐVÖRUN:
Þessi eining var hönnuð og byggð fyrir
þá notkun sem lýst er í kaflanum Ætluð
notkun. Öll önnur notkun er óleyfileg,
þar sem hún gæti verið hættuleg fyrir
notandann og haft neikvæð áhrif á
frammistöðu sjálfrar einingarinnar.
HÆTTA:
Það er bannað að nota þessa einingu til
að dæla eldfimum og/eða sprengifimum
vökvum.
HÆTTA: Möguleg hætta á
sprengifimu andrúmslofti
Það er bannað að ræsa eininguna
í umhverfi þar sem er mögulega
sprengifimt andrúmslöft eða sprengifimt
ryk.
HÆTTA: Rafmagnshætta
Ekki nota eininguna í sundlaugum eða á
svipuðum stöðum þegar fólk er þar inni.
is - Þýðing á upprunalegum leiðbeiningum
4 Uppsetning
HÆTTA:
Aðeins aðili sem uppfyllir tækni- og
menntunarkröfurnar sem lýst er í
núgildandi reglum má setja upp vökva-
og rafmagnstengingarnar.
AÐVÖRUN:
Notið ávallt viðeigandi vinnuáhöld.
AÐVÖRUN:
Þegar valinn er staður fyrir uppsetningu
og tengingu einingarinnar við vökva-
og rafmagnsveitur, verður að fylgja
núgildandi reglum stranglega.
AÐVÖRUN:
Leiðslurnar verða að vera af réttri
stærð til að tryggja öryggi við hámarks
vinnsluþrýsting.
AÐVÖRUN:
Setjið upp viðeigandi þéttingar á milli liða
einingarinnar og leiðslanna.
HÆTTA: Rafmagnshætta
Áður en vinna hefst skal gengið
úr skugga um að einingin sé ekki
í sambandi og að dælueiningin,
stjórnborðið og aukastjórnrásin geti ekki
endurræst sig, ekki einu sinni óviljandi.
HÆTTA: Rafmagnshætta
Tengið ávallt verndarleiðara við jarðtengil
(jörð) áður en reynt er að framkvæma
aðrar raftengingar.
HÆTTA: Rafmagnshætta
Tengið dæluna og alla rafmagnsfylgihluti
við innstungu sem er með jarðtengingu
(jörð).
55

Publicité

loading

Ce manuel est également adapté pour:

Lowara domo griLowara docLowara diwa