ABL Wallbox eMH3 Mode D'emploi Et Consignes De Sécurité page 160

Masquer les pouces Voir aussi pour Wallbox eMH3:
Table des Matières

Publicité

Les langues disponibles
  • FR

Les langues disponibles

  • FRANÇAIS, page 41
160
|
Wallbox eMH3 – Hleðsla
Hleðsla
Gerið eftirfarandi til þess að hlaða rafbíl með Wallbox eMH3:
1
Leggið rafbílnum þannig að auðvelt sé að stinga kló hleðslusnúrunnar í samband við hleðslutengið á
bílnum.
2
Gætið að díóðuljósunum fyrir hleðslustaðinn
(framsetning: 1 lota).
y Þegar hleðslustaðurinn er tilbúinn fyrir
hleðslu blikkar bláa ljósdíóðan, en græna
og rauða ljósdíóðan loga ekki.
3
Undirbúið hleðslusnúru
vegghleðslustöðvarinnar og hleðslutengið á
bílnum.
y Vegghleðslustöð með hleðslusnúru
Lyftið hleðsluklónni lítillega og dragið hana
niður úr festingunni. Opnið hleðslutengið
á bílnum og stingið hleðslusnúrunni í
samband við það.
y Vegghleðslustöð með hleðslutengli
Opnið hleðslutengið á bílnum og
stingið hleðslusnúrunni í samband við
það. Opnið síðan lokið á hleðslutengli
vegghleðslustöðvarinnar og stingið
hleðsluklónni í samband.
4
Gætið að díóðuljósunum fyrir hleðslustaðinn
(framsetning: 1 lota).
y Þegar bíllinn er tengdur og
vegghleðslustöðin bíður eftir heimild
til þess að hlaða logar bláa ljósdíóða
hleðslustaðarins stöðugt.
ATHUGIÐ
Opnað fyrir hleðslu með RFID
Á efri hluta hlífarinnar er RFID-einingin sem, allt eftir gerð og útfærslu Wallbox eMH3, veitir notanda
heimild til að hlaða.
ƒ „Master" með eða án „slave": Til þess að opna fyrir hleðslu með RFID verður að nota
Wallbox eMH3 með bakvinnslu. Þessi staða er gefin til kynna með grænni blikkandi ljósdíóðu á
RFID-einingunni.
ƒ „Slave" án „master": Ef „slave"-vegghleðslustöð er stillt fyrir notkun án „master" þarf að opna
fyrir hleðslu með RFID þegar bláa ljósdíóðan á RFID-einingunni blikkar tvisvar sinnum í hverri lotu.
Ef bláa ljósdíóðan blikkar aðeins einu sinni í hverri lotu er RFID-einingin óvirk og hleðslan fer
sjálfkrafa í gang þegar bíllinn sendir boð um það: Skref 5 til 8 hér fyrir neðan eiga þá ekki við.

Publicité

Table des Matières
loading

Table des Matières