Télécharger Imprimer la page

ALPHA-TOOLS AS 12 A Mode D'emploi page 34

Publicité

Les langues disponibles
  • FR

Les langues disponibles

  • FRANÇAIS, page 8
Anleitung AS 12 A_SPK7:_
IS
Athugið!
Við notkun á þessari vél eru ýmis öryggisatriði sem
fara verður eftir til þess að koma í veg fyrir slys,
meiðsl og skaða. Lesið því þessar
notandaleiðbeiningar vel og vandlega. Geymið vel
þessar upplýsingar þannig að þú getir alltaf lesið þær.
Ef að vélin er gefin eða lánuð öðrum aðilum,
vinsamlegast látið þá þessar leiðbeiningar fylgja með.
Við tökum enga ábyrgð á slysum eða skemmdum
sem rekja má til misnotkunar eða notkunar sem að
ekki er á samræmi við þessar notandaleiðbeiningar
og öryggisleiðbeiningar.
1. Oryggisleiðbeiningar
Öryggisleiðbeiningar eru að finna í meðfylgjandi
skjali.
2. Lýsing tækis:
1: Herslustilling
2: Segulmagnaður ístykkjahaldari
3: Stilling snúningsáttar
4: Höfuðrofi
5: Hleðslurafhlaða
6: Hleðslutæki
7: Háa- og lágadrif
8: Festihnappur
3. Tilætluð notkun
Hleðsluborvélin er ætluð til þess að herða og losa
skrúfur, einnig til þess að bora í við, málm og
gerviefni.
Vinsamlegast athugið að tækin okkar eru einungis
hönnuð og framleidd til heimilis og einkanota en ekki
til iðnaðarnota né atvinnunota. Við tökum enga
ábyrgð á tækinu sé það notað til atvinnunota, í iðnaði
eða notkun sem að bera má saman við slíka.
4. Mikilvæg tilmæli:
Lesið þessi tilmæli vinsamlegast vel áður en að
hleðsluborvélin er tekin til notkunar:
1. Hlaðið hleðslurafhlöðuna með meðfylgjandi
hleðslutæki. Tóm rafhlaða er eftir um það bil eina
klukkustund fullhlaðin.
2. Notið eingöngu beitta og góða bora, rétt ístykki
sem að eru í góðu ásigkomulagi.
3. Þegar að borað er í veggi verður að athuga vel
áður en hafist er handa hvort að rafmagnsleiðslur,
gasleiðslur eða vatnsleiðslur séu á þeim stað sem
að bora á í.
34
16.05.2007
13:59 Uhr
Seite 34
5. Tæki tekið til notkunar:
NC-Rafhlaða hlaðin
1. Takið rafhlöðuna úr handfanginu (mynd 1), á
meðan að festihnöppunum er þrýst inn.
2. Gangið úr skugga um að spennan sem notuð er sé
sú sama og gefin er upp á gerðarskilti tækisins.
Setjið hleðslutækið í samband við straum.
3. Stingið rafhlöðunni í hleðslutækið. Grænt LED-ljós
kviknar. Þrýstið á hnappinn "SET" til að byrja
hleðslu. Rautt LED-ljós gefur til kynna að rafhlaðan
sé í hleðslu. Grænt LED-ljós gefur svo til kynna að
rafhlaðan sé full hlaðin. Hleðslutími er um það bil
ein klukkustund ef að rafhlaðan er róm. Rafhlaðan
of hleðslutækið getur hitnað á meðan að hleðsla
fer fram, það er eðlilegt.
Ef að hleðsla rafhlöðunnar tekst ekki, athugið þá
eftirfarandi:
hvort að spenna sé á innstungunni sem að notuð
er
hvort að snertifletir hleðslutækisins og
rafhlöðunnar séu hreinir og gefi góða tengingu.
Ef að hleðsla tekst þrátt fyrir það ekki, biðjum við þig
vinsamlegast að senda,
hleðslutækið
og rafhlöðuna
til þjónustuaðila.
Til þess að NC-rafhlaðan endist vel og lengi, athugið
þá vel að hlaða hana vel, rétt og reglulega. Það er
nauðsinlegt að hlaða rafhlöðuna þegar að vélin er
farin að verða afkastaminni.
Tæmið rafhlöðuna aldrei fullkomlega. Það skemmir
hana!
Herslustilling (1)
Hleðsluborvélin er með 22 þrepa herslustillingu.
Herslan fyrir vissa skrúfustærð er stillt með
stillihringnum (1). Herslan er stillt til mismunandi nota
og fer eftir:
gerð og stífleika þess efnis sem að notað er
gerð og lengd þeirrar skrúfu sem að notuð er
átaki sem að skrúfan á síðar að halda.
Þegar að kúpling vélarinnar byrjar að smella gefur
hún til kynna að herslunni sé náð sem að stillt var á.
Athugið! Stillið einungis hersluna á meðan að
vélin er ekki í gangi.

Publicité

loading

Ce manuel est également adapté pour:

45.132.30