Télécharger Imprimer la page

Geberit MEDIA Manuel D'utilisation page 169

Publicité

Almennar upplýsingar
Upplýsingar um þetta skjal
Upprunaleg útgáfa notkunarleiðbeininganna er á þýsku. Útgáfur notkunarleiðbeininganna á öðrum
tungumálum eru þýddar úr frummálinu.
Mikilvæg öryggisatriði
Rétt notkun
Geberit suðuvélina Media má aðeins nota við sléttheflun og speglasuðu á Geberit PE og
Geberit Silent‑db20 rörum og fittings d40–160.
Aðeins má nota Geberit suðuvélar með Geberit rafmagns- eða handheflum og Geberit
suðuspeglum.
Hvers kyns önnur notkun telst vera röng. Geberit tekur enga ábyrgð á því tjóni sem af kann
að hljótast.
Aðeins má nota Geberit suðuvélar í vel loftræstum rýmum.
Hæfniskröfur til notenda
Fái notendur ekki viðeigandi þjálfun eru þeir ekki færir um að greina eða meta þær hættur
sem stafað geta af suðuvélunum. Þetta getur leitt til þess að notendur valdi sjálfum sér eða
öðrum alvarlegum áverkum.
• Aðeins fagmenntaðir pípulagningamenn mega nota suðuvélarnar.
• Notendur verða að þekkja gildandi öryggisreglur í hverju landi og fara eftir þeim.
• Áður en unnið er með suðuvélar í fyrsta skipti verður notandinn að fá tilsögn í notkun
þeirra hjá fagmanni eða sækja viðeigandi námskeið.
Fara skal eftir leiðbeiningum og ábendingum
Hætta er á slysum ef ekki er farið eftir öryggisleiðbeiningunum og ábendingunum.
• Lesa skal allar öryggisleiðbeiningar og ábendingar í leiðbeiningunum áður en búnaðurinn
er tekinn í notkun.
• Við notkun á rafdrifnum fylgitækjum eins og rafmagnshefli eða suðuspegli skal lesa og
fylgja leiðbeiningunum sem fylgja með.
• Geymið allar öryggisleiðbeiningar og ábendingar til síðari nota.
• Farið eftir gildandi öryggisreglum í hverju landi.
18014405756138379 © 08-2022
996.253.00.0(09)
IS
169

Publicité

loading