Íslenska – 2
Hægt er að gera þjónustu í ConnectModule óvirka hvenær
sem er í appinu eBike Flow og gera hana aftur virka með
gildandi Flow+ subscription.
Ekki er gert ráð fyrir að ConnectModule-búnaðurinn sjálfur
sé gerður óvirkur.
Kveikt/slökkt
Ekki þarf að kveikja eða slökkva sérstaklega á
ConnectModule.
Svo lengi sem ConnectModule er séð fyrir rafmagni og
viðkomandi þjónusta er virk sendir búnaðurinn upplýsingar á
skráða reikninginn fyrir rafhjólið.
ConnectModule er með innbyggða rafhlöðu til þess að geta
boðið upp á þjónustuna óháð rafhlöðu rafhjólsins. Hægt er
að fylgjast með hleðslunni á innbyggðu rafhlöðunni í appinu
eBike Flow. Þegar lítil hleðsla er á innbyggðu rafhlöðunni eru
upplýsingar um staðsetningu sendnar sjaldnar. Ef hleðslan
minnkar enn frekar skal nota nægilega mikið hlaðna rafhlöðu
rafhjóls. Skal þá ekki tengja hleðslutæki við rafhjólið.
Kveikt þegar eBike Alarm-viðvörunin er virk
Þegar <eBike Alarm>-viðvörunin er virk og rafhjólið er fært
úr stað fer viðvörunin ekki í gang ef skilgreindi stafræni
lykillinn (farsími eða skjárinn Kiox 300/Kiox 500) er fyrir
hendi.
Til þess að geta hjólað af stað á rafhjólinu skaltu ýta á
hnappinn til að kveikja og slökkva á stjórnbúnaðinum.
Á rafhjóli með stuðningi upp að 45 km/h þarf einnig að velja
stillingu eftir að kveikt er á hjólinu.
Viðhald og þjónusta
Viðhald og þrif
Ekki þarf að sinna viðhaldi á ConnectModule. Ef búnaðurinn
verður fyrir skemmdum eða bilar skal snúa sér beint til
viðurkennds verkstæðis.
Ef þjónusta virkar ekki jafnvel þótt búið sé að virkja hana skal
snúa sér beint til söluaðilans þar sem ConnectModule-
búnaðurinn var keyptur.
Athugaðu: Þegar farið er með rafhjólið í viðhaldsskoðun hjá
viðurkenndu verkstæði er mælt með því að gera <Lock &
Alarm> óvirkan.
Flutningur
Við flutning á rafhjólinu (t.d. í kerru aftan í bíl, lest eða
flugvél) mælum við með því að hver þjónusta fyrir sig sé gerð
óvirk eða þá að stillt sé á <Transport mode>. Með þessu
móti er slökkt á öllum samskiptum ConnectModule-
búnaðarins. Þannig er komið í veg fyrir óþarfa viðvaranir.
Notendaþjónusta og ráðleggingar um notkun
Ef óskað er upplýsinga um rafhjólið og íhluti þess skal snúa
sér til viðurkennds verkstæðis.
Finna má samskiptaupplýsingar fyrir viðurkennd verkstæði á
vefsíðunni www.bosch-ebike.com.
0 275 008 3CM | (21.01.2025)
Nánari upplýsingar um hluta rafhjólsins og
virkni þeirra er að finna í Bosch eBike Help
Center.
Förgun og framleiðsluefni
Nálgast má upplýsingar um framleiðsluefni á eftirfarandi
vefslóð: www.bosch-ebike.com/en/material-compliance.
Ekki má fleygja rafhjólum og íhlutum þeirra með venjulegu
heimilissorpi!
Hægt er að skila tækinu til söluaðila ef hann býður upp á slíkt
eða ber lagaleg skylda til þess. Fara skal eftir gildandi lögum
og reglum hvað þetta varðar.
Skila skal einstaka íhlutum rafhjólsins,
aukabúnaði og umbúðum til endurvinnslu með
umhverfisvænum hætti.
Notandi skal sjálfur ganga úr skugga um að
engar persónuupplýsingar séu lengur fyrir hendi á þessum
íhlutum rafhjólsins.
Ef hægt er að taka rafhlöður úr íhlutum rafhjólsins án þess að
eyðileggja þær skal taka þær úr og skila þeim til sérstakrar
söfnunarstöðvar fyrir rafhlöður áður en íhlutunum er fargað.
Samkvæmt reglugerð (ESB) 2023/1542
verður að flokka úr sér gengin raftæki og bilaðar
eða úr sér gengnar rafhlöður/hleðslurafhlöður
sérstaklega og skila þeim til endurvinnslu með
umhverfisvænum hætti.
Með því að flokka raftækin sérstaklega er stuðlað að því að
hægt sé að meðhöndla þau og endurnýta hráefni með
viðeigandi hætti og vernda þannig heilsu manna og
umhverfið.
Breytingar áskildar.
Bosch eBike Systems