Télécharger Imprimer la page

3M Peltor WS ProTac XPI MT15H7 WS6 Serie Mode D'emploi page 113

Publicité

Les langues disponibles
  • FR

Les langues disponibles

  • FRANÇAIS, page 74
IS
6. VARAHLUTIR/FYLGIHLUTIR
3M™ PELTOR™ HY83 Hreinlætisbúnaður
Útskiptanlegur hreinlætisbúnaður. Skiptu um a.m.k. tvisvar
á ári til að tryggja samfellda deyfingu, hreinlæti og þægindi.
3M™ PELTOR™ HY80A Gelhreinlætisbúnaður
Ofurmjúkt frauð fyrir aukin þægindi og háhitaþolið lím fyrir
heitt og kröfuhart umhverfi.
3M™ PELTOR™ HY100A Einnota hlífar
Einnota hlíf sem auðvelt er að koma fyrir á eyrnapúðana.
3M™ PELTOR™ HYM1000 Hljóðnemahlíf
Raka- og vindhelt límband sem verndar talnemann.
3M™ PELTOR™ ACK053 Hleðslurafhlaða
NiMH hleðslurafhlaða, 1.900 mAh 2,4 V Notkunarsvið hvað
varðar hitastig: 0 °C (32 °F) til 50 °C (122 °F)
3M™ PELTOR™ FR09 Hleðslutæki
Hleðslutæki fyrir PELTOR ACK053.
3M™ PELTOR™ FR08 Aflgjafi
Aflgjafi fyrir PELTOR FR09.
3M™ PELTOR™ M171/2 Vindhlíf fyrir MT73 gerð
talhljóðnema
Virk vörn gegn vindgnauði. Eykur endingartíma
talhljóðnemans og verndar hann. Í pakkanum er ein hlíf.
3M™ PELTOR™ 1180 SV Rafhlöðulok
Rafhlöðulok til notkunar með 1,5 V rafhlöðum af gerð LR6
(AA).
3M™ PELTOR™ M60/2 Vindhlíf fyrir umhverfishljóðnema
Vindhlíf fyrir hljóðnemana.
3M™ PELTOR™ FLX2 Tengisnúra
Hafðu vinsamlegast samband við umboðsmann 3M PELTOR.
FCC- OG IC-UPPLÝSINGAR
Tækið er í samræmi við 15. kafla FCC-reglna og
tæknilýsingar fjarskiptastaðla hjá Industry Canada vegna
undanþágu leyfis. Notkun er háð tveimur eftirfarandi
skilyrðum: (1) Tækið má ekki valda hættulegum truflunum,
og (2) Tækið verður að þola alla truflun sem það tekur á móti,
þar með talið truflun sem orsakað getur óæskilega virkni.
Þetta handbæra tæki með loftneti uppfyllir takmörkunarkröfur
FCC/IC RF um váhrif á almenning / óstýrð váhrif. Ekki má
hafa loftnet þessa tækis á sama stað eða láta það virka í
tengslum við annað loftnet eða sendi. Allar breytingar eða
tilhliðranir á búnaðinum sem ekki eru ótvírætt samþykktar af
þeim sem ábyrgur er fyrir hlítingu hans gætu ógilt heimild
notanda til að nota búnaðinn.
ATHUGASEMD: Tækið hefur verið prófað og er metið
uppfylla lágmarkskröfur gerðar til rafeindabúnaðar af flokki B,
í samræmi við 15. kafla FCC-reglna. Lágmarkskröfurnar eru
gerðar til að veita eðlilega vernd gegn hættulegum truflunum í
uppsetningu í íbúðahverfi. Tækið framleiðir, notar og getur
gefið frá sér útvarpsbylgjuorku, og getur valdið hættulegum
truflunum á fjarskiptum sé það ekki uppsett og notað í
samræmi við leiðbeiningar. Það er hins vegar engin trygging
fyrir því að truflanir geti ekki átt sér stað í ákveðinni
uppsetningu. Valdi tæki þetta hættulegum truflunum sem
hægt er að fá staðfestar með því að slökkva og kveikja á því,
er notandinn hvattur til þess að lagfæra truflunina með einni
eða fleirum eftirfarandi aðgerða:
• Að snúa móttökuloftnetinu eða snúa því.
• Að lengja bilið á milli tækjanna sem áhrif hafa hvort á
annað.
• Leitaðu til tæknideildar 3M.
ATHUGASEMD: Allar breytingar eða tilhliðranir á búnaðinum
sem ekki eru ótvírætt samþykktar af framleiðanda gætu ógilt
heimild notanda til að nota búnaðinn.
CAN ICES-3 (B)/NMB-3(B)
105

Publicité

loading