Wood's AC TORINO Guide D'instructions page 137

Table des Matières

Publicité

Les langues disponibles
  • FR

Les langues disponibles

  • FRANÇAIS, page 52
LÝSING Á STILLINGUM OG UPPSETNINGU
Leiðbeiningar um
vatnsfrárennsli
Tæming vatnsgeymis
Skrúfið frárennslislokið af og fjarlægið
vatnstappann. Tæmið vatnstankinn og
setjið vatnstappann og lokið á sinn stað.
Athugasemdir:
• Færið tækið varlega til að forðast leka.
• Hallið tækinu örlítið afturábak við
tæmingu.
• Lokið frárennslisopinu eins fljótt og
auðið er áður en bakkinn er fullur ef
hann getur ekki rúmað allt vatnið til að
hindra vatnsleka á gólf eða gólfteppi.
• Vatnstappann og lokið skal setja
vandlega í til að hindra að nýtt þéttivatn
leki á gólfið eða teppið þegar þegar
tækið fer aftur í gang.
Tenging vatnsslöngu fyrir stöðugt
afrennsli
Skrúfið frárennslislokið af og takið
vatnstappann úr. Tengið 13 mm
vatnsslöngu við pípuna á tækinu.
Setjið hinn enda barkans í niðurfall.
Gangið úr skugga um að vatnið geti
runnið niður.
Athugasemdir:
• Frárennslisslöngu skal seta í þegar
ekkert vatn er í bakkanum.
• Ekki er ráðlagt að nota stöðugt frárennsli
þegar tækið er í COOL-stillingu, til að
tryggja nægilega vatnshringrás í tækinu
til að auka afköst kælikerfisins.
• Setjið frárennslislönguna á
óaðgengilegan stað, ekki hærra
en frárennslisopið og hafið
frárennslisslönguna beina.
• Geymið lokið og tappann vel á meðan
að stöðugt frárennsli er notað.
Loftsían
Loftsían kemur í veg fyrir að ryk og
óhreinindi fari inn í tækið og eykur þannig
endingartíma þess. Mikilvægt er að sían
sé hreinsuð reglulega. annars getur tækið
skemmst alvarlega.. Því skal þrífa síur að
minnsta kosti á tveggja vikna fresti.
Hreinsun á síu
1. Fjarlægið síuna.
2. Skolið hana með heitu vatni og mildu
hreinsiefni. Einnig er hægt að ryksuga
síuna.
3. Látið síuna þorna og setjið hana aftur á
sinn stað.
Ísetning síu
Beinið enda síunnar inn að hólfinu og ýtið
henni varlega inn.
Athugasemdir:
• Gangið úr skugga um að sían sé sett að
hliðinni og síðan að bakhliðinni.
• Setjið síuna í öfugt við það þegar hún
var tekin úr.
• Setja skal síuna varlega á sinn stað til að
forðast skemmdir á henni.
Það er mjög mikilvægt að hrein-
sa síuna reglulega; annars getur
dregið úr afkastagetu loftkælisins
og hann jafnvel skemmst alvarle-
ga.
Geymsluleiðbeiningar
Geymsla fjarstýringar
1. Setjið fjarstýringuna í innbyggða hólfið í
vinstri hlið tækisins.
2. Ýtið varlega á neðri hluta innbyggða
hólfsins til að opna það og taka út
fjarstýringu.
Geymsla við lok árstíða
1. Skrúfið frárennslislokið af og takið
vatnstappann úr til að tæma þéttivatn
að fullu.
2. Hafið tækið í stillingu fyrir viftu í gangi í
hálfan dag til að þurrka tækið alveg að
innan til að koma í veg fyrir myglu.
3. Slökkvið á tækinu, takið það úr
sambandi og vefjið snúrunni í
Návod k obsluze
kringum snúruhaldarann, setjið klóna í
festinguna á bakhlið tækisins og setjið
vatnstappann og lokið á sinn stað.
4. Fjarlægið búnaðinn fyrir
hitaútblástursbarkann, þrífið hann og
geymið á góðum stað.
Athugasemdir:
• Haldið í búnaðinn fyrir
útblástursbarkann með báðum höndum
þegar hann er fjarlægður.
• Ýtið festingunum á loftúttökunum til
hliðar með þumalfingrunum og dragið
síðan útblástursbarkabúnaðinn út.
5. Pakkið inn loftkælinum vandlega inn
í mjúkan plastpoka og setjið hann á
þurrum stað með viðeigandi rykvörn og
haldið tækinu fjarri börnum.
6. Takið rafhlöðurnar úr fjarstýringunni og
geymið hana á góðum stað.
Ath:
• Tryggið að tækið sé geymt á þurrum
stað.
• Vernda skal alla fylgihluti tækisins
tryggilega saman.
Viðhald
Hreinsið þéttinn með hreinsiefnum frá
Wood. Lesið nánar um hvernig á að
þrífa tækið á woods.se Þrífið tækið með
mjúkum rökum klút. Forðist að nota
leysiefni eða sterk hreinsiefni þar sem það
getur skemmt yfirborð tækisins.
Þjónusta
Ef loftkælirinn krefst viðhalds þarf
fyrst að hafa samband við söluaðila.
Sönnunar fyrir kaupum er krafist fyrir allar
ábyrgðarkröfur.
IS
137

Publicité

Table des Matières
loading

Ce manuel est également adapté pour:

Ac romaWac9gWac7g

Table des Matières