Char-Broil PATIO BISTRO 240 Mode D'emploi page 27

Masquer les pouces Voir aussi pour PATIO BISTRO 240:
Table des Matières

Publicité

Les langues disponibles
  • FR

Les langues disponibles

  • FRANÇAIS, page 4
Notkun og viðhald grillsins
Áður en grillið er notað í fyrsta sinn:
• Fjarlægið allar umbúðir og sölumerkingar af grillinu.
Ekki nota beitt verkfæri til að fjarlægja merkingar.
• Þvoið grindina með heitu sápuvatni, skolið og
þurrkið vandlega.
Áður en grillið er notað:
• Notið grillið einungis á stöðugu og sléttu undirlagi til
að koma í veg fyrir að það velti.
• Til að koma í veg fyrir að heimilisöryggi slái út skal
halda rofanum þurrum og ekki tengja önnur
rafmagnstæki á sömu rás.
• Athugið hvort fitubakkinn sé ekki tómur og á sínum
stað undir niðurfallsgatinu.
• Setjið jurtaolíu eða steikingarsprey úr jurtaolíu á
grindina til að matur festist ekki á henni.
Kveikt á grillinu:
• Gangið úr skugga um að rofanum sé snúið rangsælis
alla leið á stöðuna „off".
• Stingið rafmagnssnúrunni í samband við jarðtengda
innstungu sem varin er með bilunarstraumsrofa. Ef
nota verður framlengingarsnúru skal fara yfir hlutann
„Notkun og öryggi framlengingarsnúru" Snúið
rofanum réttsælis. Kvikna ætti á rofaljósinu.
Forhitun grillsins:
Hafið lokið á. Forhitið í 15-20 mínútur með rofann
stilltann á „ 5 HIGH".
Slökkt á grillinu:
Snúið rofanum rangsælis alla leið á stöðuna „OFF".
Takið snúruna úr sambandi.
Vandamál
Hugsanleg orsök
Rofinn er stilltur á „OFF".
Grillið hitnar ekki
Ekkert rafmagn.
Bilaður rofi eða hitaelement.
Aflrofi eða öryggi slær út
Yfirspenna.
Annað raftæki er tengt við sömu rafrás og grillið.
Raki eða vatn í rofa eða rafmagnstengingum.
Skemmd snúra eða rafmagnstengingar.
Grillið eldar ekki rétt
Lokið á grillinu er opið.
Ekki nægur forhiti eða hitastig of lágt stillt.
Ekki rétt framlengingarsnúra.
Of mikil uppsöfnuð óhreinindi í postulínsskál.
.
Eldur blossar upp
Of mikil fita í kjöti.
Of hár hiti við eldun.
Uppsöfnuð fita.
Rofaljós kviknar ekki
Ekkert rafmagn.
Bilaður rofi.
Viðvarandi eldur af
Föst fita vegna uppsafnaðra matarleifa.
völdum fitu
Grillað:
Bestu niðurstöður nást með lokið á grillinu til að halda
hitanum inni og tryggja fullkomna eldun.
Hitamælir á lokinu sýnir áætlaðan eldunarhita inni í
grillinu.
Stilling rofans fyrir ýmsan mat fer eftir aðstæðum
utandyra og smekk þess sem eldar.
• Fitubakkinn verður að vera á sínum stað í tækinu og
hann þarf að tæma eftir hvert skipti.
• Þrífið grillið oft, helst eftir hvert skipti sem eldað er á
því. Ef stífur bursti er notaður til að þrífa einhvern
hluta grillsins sem notaður er við matreiðslu, skal
tryggja að ekki séu laus burstahár á eldunarflötunum
áður en byrjað er að grilla. Ekki er ráðlagt að þrífa
eldunarfleti á meðan grillið er heitt.
Stjórn á eldi af völdum fitu:
Til að auðvelda stjórn á eldi af völdum fitu skal grípa til
eftirfarandi varúðarráðstafana:
•Haldið grillinu lausu við fitu. Eldhætta eykst mikið ef fita
nær að safnast saman.
• Skerið aukafitu af kjöti og notið fituminni bita af kjöti
til að draga úr hættu á eldi af völdum fitu.
• Ef eldur blossar upp við eldun skal lækka hitann
og setja lokið á.
• Ef eldurinn heldur áfram skal færa rofann í stöðuna
„OFF" og taka rafmagnssnúruna úr sambandi.
• Þrífið postulínskálina undir hitaelementinu minnst einu
sinni á ári og oftar með meiri notkun.
Bilanaleit
Fyrirbyggjandi aðgerð/lausn
Snúið rofanum á stöðuna „ 5 HIGH".
Athugið hvort öryggi hafi slegið út, endurstillið bilunarstraumsrofa eða
skiptið um eftir þörfum.
Prófið að stinga tæki sem er í lagi í samband við innstunguna.
Prófið aðra innstungu, helst á annarri rafrás.
Skiptið um rofa eða hitaelement.
Snúið rofanum í stöðuna „OFF" áður en stungið er í samband við innstungu.
Hafið ekki önnur raftæki á sömu rafrás.
Haldið rofanum og öllum rafmagnstengingum þurrum. Notið ekki tækið
í rigningu.
Skiptið um skemmdan rofa eða framlengingarsnúru.
Lokið lokinu á grillinu þegar eldað er.
Forhitið í 15-20 mínútur. Stillið rofann á hærri stillingu.
Notið rétta snúru (þolir 16 amper).
Hreinsið neðri postulínsskál.
Skerið fitu af kjötinu áður en grillað er.
Stillið (á lægri) hita eftir þörfum.
Þrífið grillið.
Sjá „Grillið hitnar ekki".
Skiptið um rofa eða hitaelement.
Snúið rofanum á stöðuna „OFF". Hafið lokið á og látið eldinn kulna. Þegar
grillið hefur kólnað skal þrífa einangrunarskálina.
Ekki reyna að slökkva eldinn með vatni. Meiðsl gætu hlotist af því.
GEYMIÐ ÞESSAR LEIÐBEININGAR
27
Grillið þrifið:
Það dregur úr afköstum grillsins ef brennd fita og
matarleifar ná að safnast upp. Til að ná
hámarksafköstum:
• Þrífið postulínskálina og rammann minnst einu sinni
á ári og oftar með meiri notkun.
• Bestu niðurstöður fást með því að bursta
uppsafnaðar leifar niður á við og í gegnum
niðurfallsopið neðst á grillinu.
• Notið mildan hreinsilög eða heitt sápuvatn og burstið
yfirborð neðri postulínsskálarinnar með stífum plast-
eða koparbursta.
• Þrífið grillgrindina reglulega með heitu sápuvatni eða
með blöndu af bökunarsóta og vatni. Notið ræstiduft sem
slípar ekki til að þrífa erfiða bletti. Ef stífur bursti er
notaður til að þrífa einhvern hluta grillsins sem notaður
er við matreiðslu, skal tryggja að ekki séu laus burstahár
á eldunarflötunum áður en byrjað er að grilla. Ekki er
ráðlagt að þrífa eldunarfleti á meðan grillið er heitt.
• Þrífið postulínslokið og meginhluta grillsins með
hreinsiefni sem slípar ekki.
Notið ekki slípandi ofnhreinsa, stálull eða vírbursta til
að hreinsa postulínsristar eða meginhluta grillsins.
Það getur skemmt húðina.
Notið ekki beitt eða oddmjó verkfæri til að þrífa grillið.
Hitaelementið þrifið:
• Þrífa má hitaelementið með rökum klút og mildu
hreinsiefni eða heitu sápuvatni.
• Þurrkið rofann og hitaelementið fyrir notkun.
Grillið sett í geymslu:
• Þrífið grillgrindina.
• Geymið grillið á stað sem varinn er fyrir veðri eða
undir grillhlíf þegar það er ekki í notkun.

Publicité

Table des Matières
loading

Ce manuel est également adapté pour:

13601860

Table des Matières