Wood's Airmaster WOZ400 Guide D'instructions page 68

Table des Matières

Publicité

Les langues disponibles
  • FR

Les langues disponibles

  • FRANÇAIS, page 48
Leiðbeiningar um notkun
IS
NOTKUN OG VIÐHALD ÓSONTÆKISINS
Notkun
Settu ósontækið á þurran stað með
góðri loftræstingu, helst hátt uppi um
1,5 m yfir gólfi. Mikilvægt er að ekkert
hindri flæði lofts að viftunni.
Tengdu meðfylgjandi rafmagnssnúru
við innstungu (A4).
Nú er má ræsa ósontækið með Á/
Af-hnappinum (A3). Ósontækið byrjar
af fullri orku (100%).
Það getur tekið allt að um 5 mínútur
áður en fullur kraftur næst.
Að ræsa vélina
1. Að ræsa ósontækið.
Þrýstu á afltakkann (A3) á ON/Á
2. Að slökkva á ósontækinu
Þrýstu á afltakkann (A3) á AF
Stafræn stýring með tímastilli
(Á við um Wood's Airmaster
WOZ500/2000/4000)
Hægt er að stilla ósonmagnið/aflið á
bilinu 0-100%.
Tímastillingar: Tímastillir fyrir gang
allan sólarhringinn, tímabil og
stöðvun.
Sjá nánari leiðbeiningar „Stafræn
stýring" á næstu síðu.
Að nota silíkonslöngu
Fylgihlutirnir nippill og silíkonslanga
(E1) eru festir í tengiróna (B1) og
ósonið leitt þangað sem því er ætlað
að virka, t.d. í lofthreinsibúnað,
milliveggi, loftræstirásir og
vatnshreinsibúnað.
Tenging við loftræstirás
Þegar tengt er við loftræstirás
er loftræstitúðan (E5) fest með
hnoðnagla. Ósontækið er svo tengt
við með slöngunippli og silíkonslöngu
(E1).
68
Viðhald
ATHUGAÐU!
Alltaf skal aftengja rafmagnssnúruna
áður en þjónusta/viðhald hefst.
Að skipta um forsíu
Skipt skal um forsíu á tveggja til
fjögurra mánaða fresti eftir því
hvernig umhverfið er.
1. Losaðu síuhaldarann (A2)
með höndunum.
2. Settu nýja síu í.
3. Festu síuhaldarann á ný (A2).
Að skipta um ósonrör
Þegar háspennu er hleypt á ósonrörið
myndast óson. Ef ósonstyrkurinn
minnkar eða hverfur þarf að skipta um
ósonrör.
A. Ef ósontækið er búið fjórum
grindarskrúfum á hverri langhlið:
1. Losaðu skrúfurnar átta á langhliðum
grindarinnar.
2. Lyftu upp hlíf tækisins.
3. Farðu í lið C.
B. Ef ósontækið hefur engar
sýnilegar grindarskrúfur:
1. Losaðu skrúfurnar tvær sem halda
handfanginu.
2. Snúðu tækinu á hvolf.
3. Losaðu skrúfurnar fjórar sem halda
fótum tækisins.
4. Fjarlægðu grindarhlífina með því að
toga/þrýsta henni fram.
5. Farðu í lið C.
C. Að skipta um ósonrör:
1. Fjarlægðu gætilega loftslöngurnar
tvær af ósonrörinu (F4).
2. Losaðu báðar leiðslurnar á
milli háspennukeflanna (F3) og
ósonrörsins (F4).
3. Skrúfur sem halda ósonrörinu eru
losaðar neðan frá (F4).
4. Tækið er sett saman í þessari sömu
röð öfugri.
ATHUGAÐU!
Ósonrörið og forsían eru
slithlutir og falla ekki undir ábyrgðina.
Öll önnur þjónusta en sú sem hér var
lýst skal fara fram hjá framleiðanda
eða viðurkenndum þjónustuaðila.
Þjónusta
Ef viðhalda þarf ósontækinu skal hafa
samband við söluaðilann. Kvittun
þarf að sýna í tengslum við allar
ábyrgðarkröfur.
Leiðbeiningar um
geymslu
Geymdu ósontækið við stofuhita á
bilinu +1°C til +35°C.
Mikilvægt er að skipt sé um
forsíu með reglulegu millibili og
að ósonrörinu sé skipt út reglu-
lega. Annars getur afkastageta
ósontækisins versnað og það
hugsanlega skemmst.

Publicité

Table des Matières
loading

Ce manuel est également adapté pour:

Airmaster woz500Airmaster woz2000Airmaster woz4000

Table des Matières